Fékk pastaréttinn að láni hjá Jamie Oliver

Pastaréttur sem slær alltaf í gegn.
Pastaréttur sem slær alltaf í gegn. mbl.is/Hjá Höllu

Veitingahúsaeigandinn Halla María „Hjá Höllu“ – elskar einfalda og góða rétti og færir okkur þennan pastarétt sem allir ættu að geta galdrað fram á augabragði.

„Fyrir nokkrum árum horfði á ég þátt með Jamie Oliver og var hann að gera einfaldasta pasta sem ég hef séð. En einfalt er alltaf best! Þessi uppskrift er svo búin að fara í nokkra hringi hjá mér í gegnum tíðina og er þetta eitthvað sem ég á alltaf í og get reddað mér hvenær sem er þegar ég nenni ómögulega að hugsa hvað á að vera í matinn“, segir Halla María.

Halla fékk pastaréttinn að láni hjá Jamie Oliver

  • 1/2 dl góð ólífuolía
  • 2 hvítlauksgeirar
  • Rautt chilli (hér þarf hver og einn að ákveða hversu mikið chilli - ég nota lágmark eitt stykki með öllu í)
  • 100 g ferskt basil
  • 1 dós tómatar í dós, diced
  • Salt og pipar
  • Parmesan
  • Gott pasta, sjóða eftir leiðbeiningum (misjafnt hvað ég nota. en það er líka gott að nota ravioli ef það er til)

Aðferð:

  1. Saxið hvítlauk, chilli og basil smátt, hellið olíu á pönnu og látið hitna vel. Hellið því næst hvítlauk og chilli á pönnuna þannig að það braki í því.
  2. Strax eftir það, helmingnum af basilinu og tómötum í dós. Látið suðuna koma upp og slökkið undir. Saltið og piprið.
  3. Þegar pastað er klárt er því helt á fallegt fat og sósan sett yfir.
  4. Berið fram með ferskum parmesan, ólífuolíu, salti og pipar og ekki versnar þetta ef það er kalt hvítvín með.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert