Spaghetti carbonara sem kemur á óvart

Afbragðsgott spaghettí carbonara.
Afbragðsgott spaghettí carbonara. Mbl.is/Pinterest_bhg.com.au

Hér er uppskrift að hinum vel þekkta og afbragðsgóða spaghettí carbonara, án þess að nota rjóma í réttinn. Einfalt og svakalega gott!

Spaghetti carbonara á nýjan máta

  • 3 beikonskífur skornar í litla bita
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 2 tsk. ólífuolía
  • 300 g spaghettí
  • 2 egg
  • 50 g rifinn parmesan
  • Pipar
  • Brauð sem meðlæti

Aðferð:

  1. Ristið beikonið ásamt hvítlauknum á stórri pönnu, sem mun rúma pastað.
  2. Sjóðið pastað og blandið því saman við beikonið á pönnunni.
  3. Pískið eggin með 2/3 af ostinum og blandið varlega saman við pastað. Passið að hafa lágan hita á pönnunni hér, til að eggjamassinn nái þessari rjómakenndu áferð.
  4. Piprið og stráið restinni af ostinum yfir.
  5. Berið fram með hvítlauksbrauði eða öðru uppáhalds.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert