Sykurlausar súkkulaði trufflur eru uppáhalds snakkið hennar Svönu Lovísu Kristjánsdóttur, sem bloggar undir nafninu „Svart á hvítu“ á Trendnet. En hún hefur tileinkað sér sykurlausan lífsstíl síðastliðið ár og hefur verið að prófa sig áfram með allskyns sykurlaust góðgæti sem þetta hér.
Sykurlausa snakkið hennar Svönu Lovísu
- 1½ plata sykurlaust súkkulaði (ég nota Dark frá Valor)
- 1/2 bolli rjómi
- 2 msk. smjör
- 1 tsk. espressóduft (ég opnaði kaffihylki)
- 1 tsk. vanilludropar
Aðferð:
- Hita allt saman í örbylgju á háum hita í ca 1 mínútu og hræra saman. (Einnig hægt að bræða yfir vatnsbaði).
- Settu skálina í frysti í u.þ.b. klst og bíddu þar til blandan þykknar. Taktu svo skálina út og nú er komið að því að rúlla súkkulaðinu í höndunum í litlar kúlur í munnbitastærð. Veltu þeim svo upp úr bökunarkakói. Best er að geyma kúlurnar í frysti / kæli, og þær verða jafnvel enn betri með því að fá að geymast smá. Njóttu!
Súkkulaði trufflur! Snakkið sem Svana Lovísa elskar.
mbl.is/Svartáhvítu