Hnetusmjörsbitar sem bræða hjartað

Sykurlausir sælubitar.
Sykurlausir sælubitar. mbl.is/Svartáhvítu

Við elskum sælkerabita, og ekki verra ef þeir eru sykurlausir eins og þessir hér. Uppskriftin kemur frá Svönu Lovísu sem deildi með okkur annarri sykurlausri uppskrift nú á dögunum sem er alls ekki síðri. 

Hnetusmjörsbitar sem bræða hjartað

  • 60 g smjör / við stofuhita eða bræða létt
  • 45 g flórsykur (ég nota sykurlausan sem heitir Sukrin Melis)
  • 85 g möndlumjöl
  • 130 g hnetusmjör
  • 1 tsk. vanilludropar

Aðferð:

  1. Blanda öllu saman og setja í botninn á miðlungsstóru formi.
  2. Bræða um 90-100 g af sykurlausu súkkulaði ofan á (ég notaði mjólkursúkkulaði frá Valor). Smyrja yfir og kæla. Þessir verða enn betri þegar allar bragðtegundirnar hafa blandast saman og búið er að kæla.
  3. Það er best að eiga þessa til í formi í frysti og grípa í þegar sykurpúkinn bankar upp á.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert