Lúxus lambahryggur á páskaborðið

Ljósmynd/Íslenskt lambakjöt

Ef það er eitt­hvað sem við Íslend­ing­ar elsk­um þá er það góður lambahrygg­ur. Hér gef­ur að líta æðis­lega upp­skrift að ein­um slík­um sem ætti að slá í gegn á hverju veislu­borði.

Lúxus lambahryggur á páskaborðið

Vista Prenta

Lúx­us lambahrygg­ur á páska­borðið

Lambahrygg­ur

  • 1 lambahrygg­ur
  • Salt og pip­ar
  • 2 msk. olía
  • 10 g timí­an, rifið af stilk­un­um
  • 10 g rós­marín, rifið af stilk­un­um og saxað
  • 30 g möndl­ur

Kart­öflu­smælki

  • 600 g kart­öflu­smælki
  • 100 g smjör
  • 30 g graslauk­ur fínt skor­inn
  • Salt og pip­ar

Soðsósa með kar­dimomm­um og kanil

  • 600 ml lamba­soð eða nauta­soð
  • 100 g smjör
  • 1 stjörnu anís
  • 2 heil­ar kar­dimomm­ur
  • 1 msk. púður­syk­ur
  • 1 kanil­stöng
  • 3 msk. epla­e­dik

Leiðbein­ing­ar

Lambahrygg­ur

  1. Hitið ofn­inn í 120°C, nuddið olíu á hrygg­inn og saltið. Timí­an og rós­marín dreift vel yfir hrygg­inn.
  2. Ofn­steikið í 2 tíma eða þar til kjarn­hit­inn er kom­inn í um 58°C. Mæl­um með að nota kjarn­hita­mæli!
  3. Takið hrygg­inn út og hækkið hit­ann í 220°C. Hrygg­ur­inn sett­ur aft­ur inn í 10 mín eða þar til skorp­an er orðinn fag­ur brúnuð.
  4. Leyft að hvíla í minnst 10 mín áður en hann er skor­inn.
  5. Skreytt með möndl­um, tim­i­an og rós­marín.

Kart­öflu­smælki

  1. Sjóðið kart­öfl­ur í 20 mín eða þar til þær eru mjúk­ar í gegn.
  2. Á meðan er smjörið brætt í potti.
  3. Sigtið vatnið frá og setjið í skál ásamt smjöri og graslauk.
  4. Smakkið til með salt og pip­ar eft­ir smekk.

Soðsósa með kar­dimomm­um og kanil

  1. Blandið öllu nema smjöri sam­an í pott.
  2. Sjóðið niður um helm­ing og sigtið, látið suðuna koma upp aft­ur og takið af hell­unni og pískið smjörinu sam­an við í litl­um bit­um.
  3. Passið að sósan sjóði ekki aft­ur eft­ir að smjörinu er bætt út í, því þá skil­ur hún sig.
  4. Hér má líka nota nauta og kjúk­linga­soð.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert