Við erum alltaf að læra eitthvað nýtt og þar er reynar alveg merkilegt hvað hægt er að endurhugsa hlutina oft og gera þá betri. Eins og í þessu dæmi hér.
Að sjóða brokkólí hefur hingað til verið talið fremur einfalt. Þú skerð niður brokkólíið og setur í pott. Einfalt.
En til er einfaldari leið og við viðurkennum fúslega að okkur hafði hreinlega ekki dottið þetta í hug þrátt fyrir töluverða reynslu af eldhússtörfum.
Aðferðin felst í þeirri einföldu framkvæmd að stinga hausnum í heilu lagi ofna í pott með sjóðandi vatni og sjóða hann þannig.
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi er þetta ekki ýkja flókið og töluvert einfaldara en að skera grænmetið fyrst niður og sjóða svo. Eða hvað?
@steph2302 For those that ❤️ 🥦 #lifehack #showmethelifehack #broccoli #fyp ♬ Ultimate life hacks - Kelly - The Life Bath