Það er eins og rykið á heimilinu feli sig í veggjunum og skríð svo fram er við sofum. Hér er aðferð til að fara eftir og minnka rykmagnið á heimilinu, því við viljum svo sannarlega rykið burt.
Svona minnkar þú rykmagnið á heimilinu
- Ef þú ert með mottu/r á gólfinu, skaltu ryksuga hana og rúlla henni síðan upp. Það þarf líka að ryksuga undir mottunni.
- Ryksugaðu ofan á gólflistunum, þar á til að safnast mikið af ryki.
- Þvoðu púðaver og ryksugaðu púðann sjálfann sem og sófann.
- Umfram allt, þá skaltu lofta út daglega.
Blanda sem svínvirkar til að þurrka af með:
- 1 bolli vatn
- ¼ bolli edik
- 1 msk. kókosolía
- Nokkrir dropar sítrónuolía
- Blandið vel saman og notið til að þurrka af með mjúkum klút.