Kakan sem Eva segir að fullkomni veisluborðið

Eva María Hallgrímsdótir
Eva María Hallgrímsdótir Unnur Magna

Kökuskreytingar og bakstur liggur vel fyrir Evu Maríu hjá Sætum Syndum. Hér leiðir hún okkur í gegnum hvernig best sé að útfæra Rice Krispies stafa-köku, sem fullkomnar veisluborðið.

Kakan sem fullkomnar veisluborðið

  • 400 g súkkulaði (mæli með Pralín súkkulaði með karamellufyllingu)
  • 400 g íslenskt smjör
  • 8 msk. síróp
  • Rice Krispies (8 bollar)

Aðferð:

  1. Súkkulaði, smjör og síróp sett saman í pott og brætt á vægum hita.
  2. Bætið Rice Krispies saman við og hrærið vel þannig að karamellan hjúpi allt Rice Krispies-ið.
  3. Leggið smjörpappír á borðið og byrja að móta þann bókstaf sem þið viljið. Mér finnst best að vera búin að rissa stafinn upp á pappír sem ég set undir smjörpappírinn þannig að ég sjái hvar útlínurnar eru þegar ég er að móta stafinn.
  4. Þegar stafurinn er klár er best að kæla hann svo hann stífni, og á meðan hann er inn í kæli þeyti ég rjóma.  
  5. Setjið rjómann ofan á stafinn og skreytið að vild. Það er fallegt að nota ber, makkarónur, lifandi blóm og bara allt sem hugurinn girnist.
Einföld útgáfa af stafaköku sem fullkomnar veisluna.
Einföld útgáfa af stafaköku sem fullkomnar veisluna. mbl.is/mynd aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka