Dóri DNA og Gunni Kalli í nýjum matreiðsluþáttum

Gunnar Karl og Dóri DNA.
Gunnar Karl og Dóri DNA. Ljósmynd/Aðsend

Á sunndagskvöld hefja göngu sína á RÚV nýr lífstíls- og matarþáttur sem fjalla um landið okkar, landslagið, matar og tónlistarmenningu á Íslandi í gegnum fólkið sem hér býr.

Þátturin ber heitið Veislan og leiðsögumenn þáttanna eru flestum vel kunnir enda engir nýgræðingar í bransanum. Það eru þeir Dóri DNA og Gunnar Karl Gíslason Michelin kokkur, sem bjóða áhorfendum að slást í för með sér og kynnast mismunandi landshlutum og íbúum þeirra í hverjum þætti.

Þeir heimsækja meðal annars minna þekkta staði á landinu, kynnast áhugaverðu fólki á leiðinni þar sem þeir fræðast um menningu, listir, mat og nýsköpun á nýtingum auðlinda okkar.

Á leið sinni á hvern stað, safna þeir kunnáttu og hráefni til veisluhalda sem Gunnar Karl matreiðir í lok hvers þáttar af sinni alkunnu snilld með dyggri aðstoð heimamanna og oftar en ekki fáum við að njóta tónlistar þeirra sem eru á staðnum á meðan hópur fólks nýtur afraksturs ferðalagsins í Veislu

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert