Einfalda útgáfan af gúrmei naan brauði

Einfalt en gott naan brauð í boði Hildar Rutar.
Einfalt en gott naan brauð í boði Hildar Rutar. Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Lífið þarf ekki að vera flóknara en við viljum! Hér er ofur einföld uppskrift að gúrme naan brauði sem hentar einstaklega vel með indverskum eða grillmat yfir sumartímann. Uppskriftin kemur úr smiðju Hildar Rutar sem segir brauðin vera afar ljúffeng.

Einfalda útgáfan af gúrme naan brauði

  • 6-8 lítil naan brauð
  • 2 dl fínt spelt (& meira ef þarf)
  • 1 dl hreint jógúrt
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1/4 tsk salt
  • 1/2 tsk garam masala (má sleppa)

Toppa með:

  • 2 msk smjör
  • Krydd eftir smekk: laukduft, hvítlauksduft (eða hvítlauksrif) og salt.
  • Ferskt kóríander eftir smekk.

Aðferð:

  1. Blanda saman spelti,  jógúrt, salti og garam masala í skál með sleif eða skeið.
  2. Hræra öllu vel saman og að lokum nota hendurnar til að mynda kúlu. Bætið spelti saman við eftir smekk ef ykkur finnst blandan of blaut.
  3. Myndið 6-8 kúlur úr deiginu og fletjið þær út með kökukefli.
  4. Steikið deigið á báðum hliðum á vel heitri pönnu. Tekur stutta stund að steikjast, fylgist með og passið að brauðið brenni ekki.
  5. Bræðið smjör og blandið kryddi saman við.
  6. Penslið naan brauðin með smjörinu, dreifið kóríander eftir smekk og njótið!
Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert