Það er enginn annar en stórkokkurinn Claus Meyers sem býður okkur upp á þessa uppskrift að hveitibollum – sem henta vel í nestispakkann eða í brönsinn um helgar. Hér eru ekta bollur á danska vísu.
Brauðbollur danska listakokksins
- 15 g ger
- 1¾ dl kalt vatn
- 1¾ dl köld nýmjólk
- 2 egg
- 700 g hveiti
- 55 g sykur
- 10 g muldar kardimommur
- 10 g salt
- 55 g mjúkt smjör
Aðferð:
- Byrjið á því að blanda öllu hráefninu saman í skál – líka smjörinu.
- Hnoðið deigið kröftuglega í höndunum eða í hrærivél. Það tekur aðeins lengri tíma að hnoða smjörið inn í deigið þegar hnoðað er í höndunum. Byrjið á því að hnoða deigið saman í skálinni og hnoðaðu svo deigið vel á borðinu í ca. 6-8 mínútur.
- Látið deigið hvíla í skálinni í 5 mínútur og hnoðið það síðan áfram í 2 mínútur. Mikilvægt er að deigið fái að hvíla eftir hnoðun, t.d. á köldum stað eins og í ísskáp yfir nótt - eða á hlýrri stað eins og á eldhúsborðinu í ½-1 klst (ef þú þarft að nota deigið fljótt). Vefjið deigið inn í eldhúsfilmu, eða setjið það í plastfötu með loki eða filmu yfir.
- Skerið deigið í 15 bita. Mótið bollur með því að setja deigstykki á annan lófann og rúlla því með fingrum hinnar handarinnar. Setjið bollurnar með 5 sm millibili á bökunarplötu með bökunarpappír.
- Látið bollurnar hefast í 2-3 klst. Þegar deigið lyftist slakar það á og gerið fær að vinna vinnuna sína. Á meðan á lyftingunni stendur skaltu fylgjast með stærð deigsins. Það á að næstum tvöfaldast að stærð. Hversu langan tíma það tekur, fer eftir hitastigi deigsins og hitastiginu í rýminu. Mikilvægt er að breiða yfir deigið á meðan það er að hefast, til að yfirborðið þorni ekki og springi. Ef yfirborðið verður svolítið þurrt má pensla það með þeyttu eggi.
- Bakið bollurnar í ca. 15--20 mínútur við 180°. Færið þær yfir á grind og látið kólna.