Það er enginn annar en meistarakokkurinn Eyþór Rúnarsson sem á heiðurinn að þessari uppskrift sem við setjum klárlega í súper-flokkinn okkar.
Kjúklingur klikkar nú sjaldnast og þessi á eftir að koma ykkur skemmtilega á óvart.
Setjið kjúklingalærin í skál ásamt öllum kryddunum og ólíunum. Blandið öllu saman og látið stand inn á kæli í 24 tíma. Setjið í eldfast form inn í 200 gráðu heitan ofninn í 20 mín eða þar til lærinn ná 73 gráðum í kjarnhita
Skerið laukinn og hvítlaukinn fínt niður og steikið létt í potti. Hellið rjómanum út í pottinn ásamt karrýpastinu og kjúklingakraftinum. Maukið allt saman með töfrasprota og þykkið með sósujafnaranum eftir smekk. Smakkið til með saltinu og limesafanum.
Skrælið og skerið ananasinn og melónuna í litla bita. Skolið vorlaukinn og skerið hann fínt niður. Blandið öllu nema spínatinu saman í skál og smakkið til með salti. Skerið spínatið niður í þunnar ræmur og setjið út í skálina með hinu hráefninu. Setjið í fallegt fat og berið fram.
Gott er að bera þennan rétt fram með hrísgrjónum