Deila leyndarmálinu á bak við góðan hummus

Við hér á matarvefnum elskum hummus og þessi uppskrift er …
Við hér á matarvefnum elskum hummus og þessi uppskrift er negla! mbl.is/Getty Images

Við förum ekki í gegnum sumarið án þess að gæða okkur á flauelsmjúkum hummus á steinbökuðu brauði. Stofnendur Sorted Food, deila hér sínu besta leyndarmáli á bak við góðan hummus.

Hummus að hætti kokksins

  • 1 hvítlaukur
  • 400 g kjúklingabaunir
  • 1 tsk. malað kummin (e. cumin)
  • 2-3 msk. tahini
  • 1 sítróna
  • 3 ísmolar
  • ólífuolía

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180 gráður.
  2. Skerið toppinn af hvítlauknum og nuddið upp úr ólífuolíu. Saltið og piprið. Setjið á plötu og bakið í ofni í 30 mínútur þar til mjúkur og gylltur að lit.
  3. Tæmið krukku af kjúklingabaunum í gegnum sigti og geymið vökvann þar til síðar.
  4. Bætið 1 tsk. af möluðu kummini, 1 bökuðum hvítlauksgeira, 2 msk. tahini og safa úr 1 sítrónu í skál – ásamt ríflegri klípu af salti og pipar. Þeytið í 1 mínútu þar til þetta blandast vel saman.
  5. Bætið kjúklingabaunum saman við í litlum skömmtum, og haldið áfram að hræra. Bætið ísmolum saman við til að kæla og tryggja að hummusinn verði silkimjúkur.
  6. Þegar allt hefur blandast vel saman, skaltu smakka þig áfram með tahini, sítrónu, salti og pipar.
  7. Berið fram í skál með skvettu af ólífuolíu ofan á.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert