Nýbakað focaccia með kryddjurtum

Nýbakað er alltaf best!
Nýbakað er alltaf best! Mbl.is/Getty

Það jafnast fátt á við nýbakað, hvort sem um brauð eða kökur eru að ræða. Hér bjóðum við ykkur aftur á móti upp á nýbakað focaccia brauð með kryddjurtum sem fylla bragðlaukana þetta sumarið.

Nýbakað focaccia með kryddjurtum

  • 4 dl volgt vatn
  • 1 dl mjólk eða súrmjólk
  • 50 g ger, helst þurrger
  • 1 msk. reyrsykur
  • 3 msk. ólífuolía
  • 1-2 tsk. salt
  • U.þ.b. 700 g hveiti
  • Smá ólífuolía til að bursta yfir
  • 4 stilkar af graslauk
  • 3 stilkar oregano

Aðferð:

  1. Blandið vatni og mjólk og bætið geri, sykri og olíu saman við. Hrærið vel saman.
  2. Látið blönduna standa með disk eða filmu yfir í u.þ.b. 15 mínútur. Það kemur í veg fyrir gerbragð.
  3. Bætið við salti og hveiti smátt og smátt í einu, þar til þú færð slétt deig sem auðvelt er að móta í kringlótt brauð.
  4. Penslið síðan með olíu og stráið salti yfir.
  5. Þrýstið graslauk og oregano í deigið þannig að það verði olíuborið og festist.
  6. Látið deigið standa við stofuhita í u.þ.b. 1 klst – ef til vill þarf að ýta kryddjurtunum aftur niður í deigið efitr að það hefur lyft sér. Setjið inn í ofn við 180 gráður, í ca. 25-30 mínútur – eða þar til brauðið hefur tekið á sig gylltan lit.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert