Meðlætið sem smellpassar með steikinni

Burrata ostur er vinsæll forréttur.
Burrata ostur er vinsæll forréttur. mbl.is/Getty

Við elsk­um sum­ar, við elsk­um burrata og við elsk­um truffl­ur! Þeir sem eru sama sinn­is ættu ekki að láta þetta yndis­auk­andi sal­at fram hjá sér fara sem smellpass­ar með steik­inni eða sem for­rétt­ur, sem og létt­ur rétt­ur með ís­köldu hvít­víns­glasi.

Meðlætið sem smellpassar með steikinni

Vista Prenta

Sum­ar­legt sal­at burrata og trufflu

  • 1 burrata
  • 4 græn­ir asp­as
  • 1 hand­fylli af myntu og timían­grein­um
  • 1 hand­fylli af villt­um sígór­íu (má skipta út fyr­ir rucola eða annað sal­at)
  • 1 dl jóm­frúarol­ía
  • Nýmalaður pip­ar og sjáv­ar­salt
  • 25 g fersk truffla

Aðferð:

  1. Skolið asp­asinn í köldu vatni og brjótið rótar­end­ann af. Skerið hann í sneiðar ör­lítið á ská þannig að þið fáið ílang­ar, þunn­ar sneiðar.
  2. Skerið rót­ina af villtu sígór­í­unni, skolið og opnaðu blöðin.
  3. Skolaðu kryd­d­jurtirn­ar, taktu af stilk­un­um.
  4. Setjið burrata á fat og tosið ost­inn aðeins í sund­ur. Dreifið aspassneiðum og kryd­d­jurt­um ofan á.
  5. Bætið salti, ný­möluðum pip­ar og ólífu­olíu yfir og endið með þunn­um sneiðum af trufflu.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert