Pastarétturinn sem getur ekki klikkað

Ljósmynd/Colourbox

Hér deilum við uppskrift að heimsins bestu pastasósu, sem þykir einnig ómótstæðileg á heimabakaðar pítsur. Hér er sósan í samfloti með pasta, spínati og parmaskinku – eða réttur sem getur ekki klikkað.

Rétturinn sem getur ekki klikkað

Pastasósa

  • 1 laukur
  • 2 hvítlauksrif
  • 1 rauður chili
  • 1 msk. ólífuolía
  • 2 dósir af pomedotómötum
  • 2 tsk. óreganó
  • 1 msk. balsamik edik
  • 2 tsk. púðursykur
  • Rifinn börkur af 1 sítrónu
  • Flögu salt og pipar

Annað

  • 300 g pasta
  • 200 g ferskt spínat
  • 70 g parmaskinka
  • Parmesan ostur
  • 4 greinar af ferskri basilíku
  • Flögu salt og pipar

Aðferð:

  1. Saxið laukinn og kreistið hvítlaukinn.
  2. Afhýðið og saxið chilíið smátt.
  3. Hitið olíuna á pönnu og steikið laukinn með hvítlauknum og chili í smá stund.
  4. Bætið tómötum, oregano og ediki út í og ​​eldið sósuna í 5 mín.
  5. Kryddið með púðursykri, sítrónuberki, flögusalti og pipar.
  6. Eldið pastað eins og tilgreint er á umbúðunum.
  7. Skolið spínatið og saxið ef þarf.
  8. Bætið spínatinu út á síðustu mínútuna af eldunartíma pastasins og hellið svo vatninu af.
  9. Veltið pastanu og spínatinu með tómatsósu eftir smekk. Ef það er smá afgangur má frysta sósuna og nota annan dag.
  10. Berið fram í djúpum skálum með parmaskinku.
  11. Rífið parmesan ostinn yfir og setjið ferska basil yfir.
  12. Kryddið með flögusalti og pipar.

Uppskrift: Bobedre

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert