Namm! Það er það eina sem kemur upp í huga okkar við þessa uppskrift. Hér eru nýbakaðar brauðbollur í hjartalaga formi með Camembert osti sem ídýfa – það þarf ekki að selja okkur þessa hugmynd neitt frekar.
Brauðbollur með bökuðum Camembert
- 800 g brauðhveiti
- 7 g ger
- 3x 250 g Camembert ostar
- ½ búnt af fersku rósmaríni
- 3 hvítlauksrif
- Sjávarsalt
Aðferð:
- Setjið hveiti, ger og 1 tsk af sjávarsalti í skál matvinnsluvélar. Hellið 500 ml af volgu vatni smám saman út í og hrærið í nokkrar mínútur þar til þú hefur deigkúlu. Breiðið yfir skálina og látið standa á heitum stað í 1½ klukkustund, eða þar til deigið hefur tvöfaldast að stærð.
- Klæðið stóra bökunarplötu með smjörpappír og stráið hveiti yfir. Teiknaðu útlínur af hjarta í hveitið með fingrinum. Fjarlægðu kassabotninn af einum Camembert og settu á miðja plötuna.
- Skiptið deiginu í fjóra hluta, síðan hverjum þeirra í 12 hluta, sem gefur þér alls 48. Rúllaðu hverjum bita í kúlu og settu á plötuna, byggðu út frá Camembert kassanum til að móta hjartað. Hyljið með röku viskustykki og látið hefast í klukkutíma í viðbót.
- Forhitið ofninn í 180°C. Skerið toppinn ofan af hverjum Camembert ostinum. Stingið rósmaríngreinum ofan í mjúku ostana og skerið hvítlaukinn smátt – setjið hvítlaukinn yfir ostinn og dreypið ólífuolíu yfir. Stráið smá sjávarsalti og svörtum pipar yfir hvern ost, setjið svo einn ostinn í kassann í miðju hjartans og annan á aðra ofnplötu eða annað eldfast mót. Geymið þriðja ostinn til síðari tíma.
- Dreifið síðustu rósmaríngreinunum sem eftir er á milli deigkúlanna. Stráið dágóðri klípu af salti yfir og dreypið ólífuolíu yfir. Settu brauðhjartað í ofninn ásamt öðrum ostinum og bakið í 30 til 35 mínútur, eða þar til camembertinn er orðinn mjúkur og brauðið gyllt á lit.
- Um leið og þú berð fram fyrstu tvo ostana, bakaðu þann þriðja í um það bil 20 mínútur og skiptu síðan út fyrir þá sem hafa nú þegar verið borðaðir.
Uppskrift: Jamie Oliver