Tómar hillur blasa við þeim sem hafa áhuga á því að kaupa sér Mars-súkkulaðistykki, víða í Bretlandi um þessar mundir, að því er fram kemur í frétt Guardian.
Fæstar verslanir eiga von á nýjum sendingum fyrr en að rúmlega tveimur vikum liðnum.
Mars Wrigley er fyrirtækið sem framleiðir Mars-súkkulaðið, auk þess sem það framleiðir Snickers, Bounty og Twix. Að sögn forsvarsmanna þess hefur framleiðslan ekki annað eftispurn að undanförnu.
Nýlega varaði súkkulaðiframleiðandinn Herheys einnig við því að það kynni að koma upp skortsstaða, þar sem fyrirséð væri að framleiðslan myndi ekki mæta eftispurninni.
Loks má nefna Nestlé, sem framleiðir meðal annars KitKat og súkkulaðidropana Kisses. Að sögn forsvarsmanna Nestlé hefur hækkandi hrávöruverð, sem nemur 6,5 prósentum á síðustu sex mánuðum, haft veruleg áhrif á framleiðslugetu fyrirtækisins.