Kjúklingaréttur með ómótstæðilegu meðlæti

Kjúklingaréttur með ómótstæðilegu meðlæti.
Kjúklingaréttur með ómótstæðilegu meðlæti. mbl.is/Jamie Oliver

Hér er á ferðinni orku­rík­ur en ein­fald­ur kjúk­linga­rétt­ur með ses­am­fræj­um, núðlum, hrásal­ati og hnetusósu. Rétt­ur sem full­komn­ar dag­inn og vik­una ef því er að skipta. Það er eng­inn ann­ar en meist­ari Jamie Oli­ver sem á heiður­inn að þess­ari upp­skrift sem ætti að kæta flesta.

Kjúklingaréttur með ómótstæðilegu meðlæti

Vista Prenta

Girni­leg­ur ses­am kjúlli með hnetusósu

  • 100 g hrís­grjónanúðlur
  • 2 kjúk­linga­bring­ur
  • Ólífu­olía
  • 4 vor­lauka
  • ½ kína­káls­haus (150 g)
  • 200 g belg­baun­ir
  • ½ - 1 rautt chilli
  • 2 lime
  • 1 msk. soyja sósa
  • 1 msk. hnetu­smjör
  • 2 msk. hrein jóg­úrt
  • 2 cm af engi­fer
  • 2 tsk. ses­am­fræ

Aðferð:

  1. Hitið pönnu á háan hita.
  2. Setjið núðlurn­ar í skál og hellið sjóðandi vatni yfir. Leggið lok eða disk yfir skál­ina.
  3. Skerið bring­urn­ar til helm­inga (langs­um, en þó ekki al­veg í gegn) – og opnið flat­ar eins og bók. Nuddið þær með olíu og saltið og piprið. Steikið þær síðan á pönn­unni þar til gyllt­ar og fulleldaðar. Takið þá bring­urn­ar til hliðar og ristið ses­am­fræ­in í ör­skamma stund og dreifið yfir kjúk­ling­inn þegar hann er bor­inn fram.
  4. Saxið vor­lauk­inn smátt og skerið kálið niður, ásamt belg­baun­un­um og chilli.
  5. Kreisið lime yfir litla skál og bætið við soya sós­unni. Bætið hnetu­smjöri sam­an við, ásamt jóg­úrt­inni – og raspið engi­ferið yfir. Smakkið til og kryddið eft­ir þörf­um.
  6. Hellið vatn­inu af núðlun­um og setjið á tvo diska, ásamt kjúk­lingn­um, sal­ati og sósu.

Upp­skrift: Jamie Oli­ver

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert