Sparipítsa a la Emile Henry

Girnileg pítsa að hætti keramík-meistarans.
Girnileg pítsa að hætti keramík-meistarans. Mbl.is/Emile Henry

Okkar uppáhalds keramíkframleiðandi Emile Henry, færir okkur þessa girnilegu uppskrift að gríllaðri pítsu. Við gætum kallað þetta sparipítsu, með ítalskri skinku, ólífum og heimagerðu pestói – fullkomin fyrir næsta föstudagskvöld. Vörurnar frá Emile Henry fást í sælkerabúðinni Kokku, en hér er einmitt notast við sérstakan pítsadisk á grillið. 

Sparipítsa a la Emile Henry

  • Pítsadeig að eigin vali

Álegg

  • Pítsasósa
  • 5 sneiðar af Proscuitto skinku
  • 100 g mozzarella
  • 1 eggaldin
  • 10 svartar ólífur
  • Fínt salt og malaður pipar

Grænt pestó

  • Örlítil klípa af grófu salti
  • 12 fersk basilíkublöð
  • 1 hvítlauksgeiri
  • 1 ½ msk furuhnetur
  • 2 msk rifinn parmesan
  • 100 ml olía

Aðferð:

  1. Forhitið pítsasteininn á grillinu í 10 mínútur með lokinu á.
  2. Stráið hveiti á borðið og fletjið deigið út. Hellið pítsasósunni ofan á, dreifið henni yfir alla pizzuna og bætið við salti og pipar.
  3. Skerið eggaldin í þunnar sneiðar og grillið létt á hvorri hlið, á grillinu. Raðið eggaldini, mozzarella, proscuitto skinku og ólífum ofan á.
  4. Pestó: Setjið furuhneturnar í blandara með parmesan, hvítlauk, basilíkublöðum, ólífuolíu og grófu salti. Blandið þar til það er slétt og hellið yfir pizzuna.
  5. Setjið pítsuna á heitan steininn á grillinu. Settu lokið á og eldaðu í um það bil 10 mínútur. Skorpan á að vera stökk og gullin. Berið strax fram og njótið.
Mbl.is/Emile Henry
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert