Býður forsetanum í heimsókn

Lakkrísframleiðandinn Johan Bülow hefur boðið Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, …
Lakkrísframleiðandinn Johan Bülow hefur boðið Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, í heimsókn vegna stóra lakkrísmálsins. mbl.is/Johan Bülow

Danski lakk­rís­fram­leiðand­inn Joh­an Bülow viður­kenndi í dag að fyr­ir­tæki hans ætti ekki heiður­inn af því að húða lakk­rís með súkkulaði. Þá bauð hann Guðna Th. Jó­hann­es­syni, for­seta Íslands, í heim­sókn í lakk­rís­verk­smiðju sína. 

Í stuttu mynd­bandi sem Bülow birti á Twitter sagði hann að hann hefði orðið fyr­ir mikl­um áhrif­um af ís­lensk­um vör­um og að klaufa­lega orðuð setn­ing á heimasíðu hefði gefið ranga ímynd. 

„Þannig að Ísland, takk inni­lega fyr­ir að vera mik­ill inn­blást­ur í verk­efni okk­ar að búa til lakk­rís heims­ins, og við for­set­ann segi ég að ef þú kem­ur í heim­sókn til Kaup­manna­hafn­ar ertu meira en vel­kom­inn í heim­sókn í verk­smiðju okk­ar og smakka all­ar þær mis­mun­andi teg­und­ir sem við höf­um upp á að bjóða.“

Ekki náðist í for­set­ann við vinnslu þess­ar­ar frétt­ar, og því ekki enn ljóst hvort að hann muni þekkj­ast boðið. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert