Býður forsetanum í heimsókn

Lakkrísframleiðandinn Johan Bülow hefur boðið Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, …
Lakkrísframleiðandinn Johan Bülow hefur boðið Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, í heimsókn vegna stóra lakkrísmálsins. mbl.is/Johan Bülow

Danski lakkrísframleiðandinn Johan Bülow viðurkenndi í dag að fyrirtæki hans ætti ekki heiðurinn af því að húða lakkrís með súkkulaði. Þá bauð hann Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, í heimsókn í lakkrísverksmiðju sína. 

Í stuttu myndbandi sem Bülow birti á Twitter sagði hann að hann hefði orðið fyrir miklum áhrifum af íslenskum vörum og að klaufalega orðuð setning á heimasíðu hefði gefið ranga ímynd. 

„Þannig að Ísland, takk innilega fyrir að vera mikill innblástur í verkefni okkar að búa til lakkrís heimsins, og við forsetann segi ég að ef þú kemur í heimsókn til Kaupmannahafnar ertu meira en velkominn í heimsókn í verksmiðju okkar og smakka allar þær mismunandi tegundir sem við höfum upp á að bjóða.“

Ekki náðist í forsetann við vinnslu þessarar fréttar, og því ekki enn ljóst hvort að hann muni þekkjast boðið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert