Pastarétturinn sem kemur þér á óvart

Pastaréttur með brokkolí og haug af parmesan gjörið svo vel.
Pastaréttur með brokkolí og haug af parmesan gjörið svo vel. mbl.is/Jamie Oliver

Stundum kalla dagarnir á góðan pastarétt og þá er þessi hér að fara tikka í öll box hvað það varðar. Pasta með brokkolí, ansjósum og haug af parmesan er réttur sem verður að smakkast. 

Pastaréttur sem gælir við munnvikin

  • 2 stórir brokkolíhausar
  • 2 stór hvítlauksrif
  • 8 ansjósur, í olíu
  • Smjör
  • 2-4 litlir þurrkaðir rauður chili
  • 450 g orecchiette pasta (eða annað pasta)
  • Parmesan ostur

Aðferð:

  1. Snyrtið brokkolíið og skerið hausana af stilkunum. Saxið hvítlaukinn. 
  2. Saxið brokkolíið smátt og setjið á stóra pönnu ásamt hvítlauknum, ansjósunum og tveimur matskeiðum af smjöri. Myljið chili út á pönnuna, setjið lok yfir og látið malla á vægum hita í 8-10 mínútur. Sjóðið pastað á meðan samkvæmt leiðbeiningum. 
  3. Setjið pastað út á pönnuna og geymið örlíitið af pastavatninu. Takið því næst pönnuna af hitanum. 
  4. Kryddið eftir smekk með sjávarsalti, pipar og jafnvel meira smjöri. Raspið parmesan ost yfir og blandið öllu saman. Bætið smáveigis af pastavatninu saman við ef þarf. 
  5. Berið fram með parmesan osti og góðu brauði. 

Uppskrift: Jamie Oliver

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert