Stundum kalla dagarnir á góðan pastarétt og þá er þessi hér að fara tikka í öll box hvað það varðar. Pasta með brokkolí, ansjósum og haug af parmesan er réttur sem verður að smakkast.
Pastaréttur sem gælir við munnvikin
- 2 stórir brokkolíhausar
- 2 stór hvítlauksrif
- 8 ansjósur, í olíu
- Smjör
- 2-4 litlir þurrkaðir rauður chili
- 450 g orecchiette pasta (eða annað pasta)
- Parmesan ostur
Aðferð:
- Snyrtið brokkolíið og skerið hausana af stilkunum. Saxið hvítlaukinn.
- Saxið brokkolíið smátt og setjið á stóra pönnu ásamt hvítlauknum, ansjósunum og tveimur matskeiðum af smjöri. Myljið chili út á pönnuna, setjið lok yfir og látið malla á vægum hita í 8-10 mínútur. Sjóðið pastað á meðan samkvæmt leiðbeiningum.
- Setjið pastað út á pönnuna og geymið örlíitið af pastavatninu. Takið því næst pönnuna af hitanum.
- Kryddið eftir smekk með sjávarsalti, pipar og jafnvel meira smjöri. Raspið parmesan ost yfir og blandið öllu saman. Bætið smáveigis af pastavatninu saman við ef þarf.
- Berið fram með parmesan osti og góðu brauði.
Uppskrift: Jamie Oliver