Millimál sem heldur þér gangandi

Matcha orkukúlur sem halda þér gangandi.
Matcha orkukúlur sem halda þér gangandi. mbl.is/Instagram_Kristjana Steingrímsdóttir

Kristjana Steingrímsdóttir mælir heilshugar með þessum orkukúlum sem eru hreint út sagt geggjaðar að hennar sögn. Sítrónu matcha kúlur sem halda þér gangandi yfir daginn. En þetta millimál geymast vel í frysti og hægt er að taka út eftir þörfum. 

Matcha orkukúlur að hætti Jönu

  • 1,5 dl kókosmjöl
  • 1,5 dl möndlumjöl
  • 1 tsk. vanilla
  • 1/8 tsk. af salti
  • 1 tsk. matcha te
  • Rifinn börkur af einni sítrónu
  • 1 msk. sítrónusafi
  • 3 msk. hlynsíróp
  • 3 msk. möndlusmjör

Aðferð:

  1. Öllu blandað saman í matvinnsluvél. 
  2. Hnoðið í litlar kúlur og frystið. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka