Hér er réttur sem mun fullkomna helgina - þegar við viljum gera vel við okkur. Andasalat með appelsínubitum og hnetum sem æra bragðlaukana.
Það er enginn annar en meistari Jamie Oliver sem á heiðurinn að þessari snilld sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.
Andasalat upp á tíu
- 2x 150 g andabringur
- 1 baguette brauð
- 15 g ósaltaðar valhnetur
- 3 appelsínur eða blóðappelsínur
- 30 g vatnakarsi
Aðferð:
- Nuddið andabringurnar með sjávarsalti og svörtum pipar. Hitið pönnu á meðalhita og hitið bringurnar með skinnið á pönnunni. Eldið í sex mínútur þar til gylltar á lit, snúið þá bringunum við og eldið áfram í fimm mínútur. Látið hvíla til hliðar á diski.
- Skerið baguette brauðið í tíu þunnar sneiðar og ristið (getið geymt restina af brauðinu í afganga þar til daginn eftir).
- Ristið hneturnar á pönnunni – og ekki þrífa hana á milli, leyfið fitunni af kjötinu að vera á pönnunni.
- Skerið appelsínurnar niður í bita.
- Skerið andabringurnar fínlega niður og leggið á brauðið og leggið appelsínubita ofan á. Stráið vatnakarsa og hnetunum yfir og njóið af bestu lyst.
Uppskrift: Jamie Oliver