Keppir um besta götubitann í Evrópu

Silli kokkur ásamt starfsfólki sínu. Myndin er tekin í sumar.
Silli kokkur ásamt starfsfólki sínu. Myndin er tekin í sumar. Ljósmynd/Aðsend

Keppnin um besta evrópska götubitann fer fram í München í Þýskalandi um helgina. Fyrir hönd Íslands keppir Sigvaldi Jóhannesson, Silli kokkur, sem bar sigur úr býtum í íslensku forkeppninni í sumar.

Keppnin nefnist á frummálinu „European Street Food Awards 2022“ og er sögð stærsta götubitahátíð í heimi. Silli mun etja kappi við 15 aðra matreiðslumenn, víðsvegar frá í Evrópu. Hann keppir í þremur flokkum í Þýskalandi, um besta hamborgarann, bestu samlokuna og loks besta götubitann.

Lokakeppnin í Evrópu hefur ekki farið fram frá árinu 2019, vegna kórónuveirufaraldursins. Þá keppti Jömm fyrir Ísland. Forkeppnin hér heima fór hins vegar fram síðustu þrjú sumur og vann Silli kokkur í öll skiptin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert