Pönnukökur í morgunmat um helgar ætti að vera skylda - ef við mættum setja reglurnar. Hér er uppskrift að pönnukökum sem bæta helgina - með grískri jógúrt og ferskum berjum.
Pönnukökur sem bæta helgina
- Ósaltað smjör eða ólífuolía
- 2 msk. grísk jógúrt
- 60 gr. blönduð ber
- Hlynsíróp
- Malaður kanill
Deig
- 250 gr. hveiti
- 230 ml léttmjólk
- 1 stórt egg
Aðferð:
- Deig: Setjið hveiti, mjólk og klípu af salti í stóra skál. Brjótið eggið út í og þeytið þar til deigið verður slétt.
- Hitið stóra pönnu á miðlungshita. Settu smjörklípu á pönnuna og láttu það malla. Setjið þá fjórar stórar skeiðar á pönnuna.
- Þegar litlar loftbólur byrja að myndast í deiginu, snúið þá deiginu við og látið bakið áfram á pönnunni í 1-2 mínútur. Setjið yfir á disk og toppið með grískri jógúrt, handfylli af berjum og skvettu af hlynsírópi og smávegis af kanil.
Uppskrift: Jamie Oliver