Silli kokkur næstbestur í Evrópu

Silli kokkur ásamt fjölskyldu sinni.
Silli kokkur ásamt fjölskyldu sinni. Ljósmynd/Aðsend

Sigvaldi Jóhannesson, Silli kokkur, hafnaði í öðru sæti í keppni um besta evrópska götubitann, European Street Food Award 2022, sem haldin var í München í Þýskalandi um helgina. 

Þá hlaut hann fyrstu verðlaun í keppni um besta hamborgarann og varð auk þess í öðru sæti þegar keppt var um „götubita fólksins“.

Gæsaborgari með osti

Hamborgarinn sigursæli er gæsaborgari með osti, trufflusósu, múltuberjum, bláberjum og klettasalati. 

Alls tóku 15 matreiðslumenn þátt í þessari lokakeppni en þúsundir eru sagðar hafa sótt um og hundruð keppt í forkeppnum. 

Loka­keppn­in í Evr­ópu hef­ur ekki farið fram frá ár­inu 2019 vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins. Þá keppti Jömm fyr­ir Íslands hönd. For­keppn­in hér heima fór aftur á móti fram síðustu þrjú sum­ur og vann Silli kokk­ur í öll skipt­in.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert