Hér bjóðum við upp á rösti kartöflubakka með grænmeti að hætti Jamie Oliver. Þetta kartöflumeðlæti ruglar alveg í bragðlaukunum þínum - svo gott er það.
Kartöflumeðlæti sem ruglar í þér
- 600 g kartöflur
- 3 stórar gulrætur
- 1/2 tsk. Dijon-sinnep
- 1/2 sítróna
- ólífuolía
- 100 g frosnar grænar baunir
- 100 g spínat
- 4 stór egg
- 50 g fetaostur
Aðferð:
- Skrælið kartöflurnar og gulræturnar og rífið þær síðan gróflega í matvinnsluvél. Stráið klípu af sjávarsalti yfir, blandið saman og látið standa í fimm mínútur.
- Blandið saman í skál sinnepi, sítrónusafa og skvettu af ólífuolíu - ásamt salti og svörtum pipar. Setjið til hliðar.
- Dreypið ólífuolíu í stóra skál og bætið smávegis pipar út í. Kreistið kartöflublönduna þannig að safinn renni af henni og setjið út í skálina. Dreifið blöndunni á bökunarplötu og bakið í 35 mínútur, eða þar til blandan er gyllt að ofan og stökk á brúnum.
- Sjóðið baunirnar í smástund í saltvatni á pönnu. Takið baunirnar af pönnunni og setjið saman við sósuna og leggið spínatið yfir. Notið pönnuna til að steikja eggin eftir smekk.
- Setjið rösti-kartöflurnar í fat og dreifið eggjunum og salatinu ofan á. Myljið síðan fetaostinn yfir og berið fram.