Matarmikið salat með spennandi kryddum

Bragðmikið og matarmikið salat með spennandi kryddum.
Bragðmikið og matarmikið salat með spennandi kryddum. Mbl.is/Mynd aðsend

Hér er stórkostlega gott salat á borðum! Matarmikið Mið-Austurlanda salat með grilluðu za'tar krydduðu blómkáli að hætti Jönu. Jana segir saltið vera geggjað eitt og sér eða með grilluðum kjúklingabringum og naan brauði. Eins má bæta kjúklingabaunum í salatið til að gera það enn matarmeira. 

Matarmikið salat með spennandi kryddum

Ferskt

  • Grænt salatbox frá Vaxa
  • 1 avokadó skorinn í þunnar sneiðar
  • Fræ úr hálfu granat epli 
  • 1/2 búnt steinselja söxuð
  • 1/2 búnt mynta söxuð
  • Fjólublátt Microgreens frá Vaxa
  • 1/3 krukka fetaostur í olíu
  • 8 steinlausar döðlur skornar í litla bita

Bakað

  • 1/2-1 haus blómkál (fer eftir stærð, sirka 5 bollar), skorin í lítil blóm og grillað í ofni í 20 mínútur á 190 gráðum. Velt upp úr 3 msk. ólífuolíu, za'tar, chili flögum og salti. 
  • 1/2 rauðlaukur skorinn í þunnar ræmur og látinn liggja í 1/2 bolla af hvítvínsediki meðan blómkálið bakast. 
  • 1/2 bolli ristaðar valhnetur (velt upp úr 1 tsk. ólífuolía, 1/2 tsk. za'tar (fæst í Kryddhúsinu), 1/2 tsk. salt), sett inn í ofn í 5 mínútur. 

Dressing

  • 1 hvítlaukur pressaður eða skorinn mjög smátt
  • 1/2 tsk. salt
  • 1/2 tsk. pipar
  • 1 tsk. za'tar krydd 
  • Safi úr einni sítrónu
  • 2 msk. hlynsíróp
  • 10 gr. kóríander saxað
  • 1/3 bolli góð ólífuolía
  • Allt blandað saman í krukku og lokið sett á og hrisst saman. 

Aðferð:

  1. Setjið salatið á disk og því næst grillaða blómkálið. 
  2. Setjið restina ofan á salatið og hellið dressingunni yfir eða berið fram með dressingunni til hliðar. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert