Brómberja múffur með lakkrís

Geggjaðar múffur með lakkrís og brómberjum.
Geggjaðar múffur með lakkrís og brómberjum. mbl.is/Lakrids by Bulow

Þegar við viljum gera extra vel við okkur, þá er þetta múffu uppskriftin til að baka. Hér með brómberjum og lakkrís sem setur markið hærra en áður - en þó er uppskriftin sáraeinföld í framkvæmd. 

Brómberja múffur með lakkrís

  • 2 egg
  • 200 gr. sykur
  • 150 gr. smjör
  • 1 dl hrein jógúrt
  • 175 gr. hveiti
  • 1 tsk. matarsódi
  • 3 tsk. lakkrísduft
  • 1 tsk. flögusalt
  • 130 gr. fersk brómber
  • 1 flaska af lakkríssírópi frá Johan Bulow

Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 175 gráður.
  2. Þeytið smjör og sykur saman þar til liturinn er hvítur. Bætið eggjunum saman við og þeytið áfram. Því næst kemur jógúrtin út í.
  3. Takið fram nýja skál og blandið saman lyftidufti, hveiti og lakkrísdufti. Sigtið því næst blönduna saman við smjörblönduna. 
  4. Blandið saman og bætið við ferskum brómberjum. 
  5. Hellið 2/3 af deigi í muffinsform. Búið til holu í miðjunni og bætið við lakkríssírópi. Fyllið því næst upp í formið með degi. 
  6. Bakið í 15-20 mínútur þar til ljósbrúnar. Látið kólna og berið fram. 

Lakkríssmjörkrem ef vill: 150 gr. smjör, þeytt saman við 125 gr. flórsykur og 15 gr. lakkrísduft. 

Uppskrift: Johan Bulow

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert