Þegar við viljum gera extra vel við okkur, þá er þetta múffu uppskriftin til að baka. Hér með brómberjum og lakkrís sem setur markið hærra en áður - en þó er uppskriftin sáraeinföld í framkvæmd.
Brómberja múffur með lakkrís
- 2 egg
- 200 gr. sykur
- 150 gr. smjör
- 1 dl hrein jógúrt
- 175 gr. hveiti
- 1 tsk. matarsódi
- 3 tsk. lakkrísduft
- 1 tsk. flögusalt
- 130 gr. fersk brómber
- 1 flaska af lakkríssírópi frá Johan Bulow
Aðferð:
- Hitið ofninn á 175 gráður.
- Þeytið smjör og sykur saman þar til liturinn er hvítur. Bætið eggjunum saman við og þeytið áfram. Því næst kemur jógúrtin út í.
- Takið fram nýja skál og blandið saman lyftidufti, hveiti og lakkrísdufti. Sigtið því næst blönduna saman við smjörblönduna.
- Blandið saman og bætið við ferskum brómberjum.
- Hellið 2/3 af deigi í muffinsform. Búið til holu í miðjunni og bætið við lakkríssírópi. Fyllið því næst upp í formið með degi.
- Bakið í 15-20 mínútur þar til ljósbrúnar. Látið kólna og berið fram.
Lakkríssmjörkrem ef vill: 150 gr. smjör, þeytt saman við 125 gr. flórsykur og 15 gr. lakkrísduft.
Uppskrift: Johan Bulow