Brómberja múffur með lakkrís

Geggjaðar múffur með lakkrís og brómberjum.
Geggjaðar múffur með lakkrís og brómberjum. mbl.is/Lakrids by Bulow

Þegar við vilj­um gera extra vel við okk­ur, þá er þetta múffu upp­skrift­in til að baka. Hér með bróm­berj­um og lakk­rís sem set­ur markið hærra en áður - en þó er upp­skrift­in sára­ein­föld í fram­kvæmd. 

Brómberja múffur með lakkrís

Vista Prenta

Bróm­berja múff­ur með lakk­rís

  • 2 egg
  • 200 gr. syk­ur
  • 150 gr. smjör
  • 1 dl hrein jóg­úrt
  • 175 gr. hveiti
  • 1 tsk. mat­ar­sódi
  • 3 tsk. lakk­rís­duft
  • 1 tsk. flögu­salt
  • 130 gr. fersk bróm­ber
  • 1 flaska af lakk­ríss­írópi frá Joh­an Bu­low

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn á 175 gráður.
  2. Þeytið smjör og syk­ur sam­an þar til lit­ur­inn er hvít­ur. Bætið eggj­un­um sam­an við og þeytið áfram. Því næst kem­ur jóg­úrt­in út í.
  3. Takið fram nýja skál og blandið sam­an lyfti­dufti, hveiti og lakk­rís­dufti. Sigtið því næst blönd­una sam­an við smjör­blönd­una. 
  4. Blandið sam­an og bætið við fersk­um bróm­berj­um. 
  5. Hellið 2/​3 af deigi í muff­ins­form. Búið til holu í miðjunni og bætið við lakk­ríss­írópi. Fyllið því næst upp í formið með degi. 
  6. Bakið í 15-20 mín­út­ur þar til ljós­brún­ar. Látið kólna og berið fram. 

Lakk­ríss­mjörkrem ef vill: 150 gr. smjör, þeytt sam­an við 125 gr. flór­syk­ur og 15 gr. lakk­rís­duft. 

Upp­skrift: Joh­an Bu­low

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert