Þessar karamellutrufflur eru skydusmakk ef þið spyrjið okkur. Hér færir Jana okkur snakkbita sem innihalda einungis fjögur hráefni og úkoman eru bitar sem við hreinlega getum ekki lagt frá okkur.
Karamellutrufflur í boði Jönu
- 2 bollar steinlausar döðlur
- 1/3 bolli hnetusmjör
- 100 gr. brætt súkkulaði
- 1/2 tsk. gróft sjávarsalt
Aðferð:
- Setjið döðlurnar í matvinnsluvélina og maukið. Gerið kúlur úr döðlu deiginu.
- Setjið smá hnetusmjör ofan á kúlurnar, dýfið þeim í súkkulaði eða hellið því yfir kúlurnar og stráið salti yfir.
- Kælið og njótið.