Þetta brauð er algjört lostæti! Hér er bananabrauð með leynihráefni sem nefnist epladjús - og bragðbætir uppskriftina til muna. Það er enginn annar en Jamie Oliver sem á heiðurinn að þessari uppskrift sem ætti að gera allt betra... og gott betur.
Bananbrauð með leynihráefni
Alltaf gaman að skoða matarsíðurnar í Mogganum, baka oft uppskriftirnar og stundum legg ég í að laga mataruppskriftir sem að þið birtið.
Í dag horfði ég á ofþroskuðu bananana og ákvað að baka uppskriftina sem birtist í blaðinu í dag. Rétt uppskrift á réttum degi.
Bara eitt sem ég tók eftir. Ekkert lyftiduft í uppskriftinni. Leitaði að upprunalegu uppskriftinni og þar notar JO self raising flour. Til að gera hreint hveiti að 'vel lyftu hveiti' þá bætir maður 2 tsk af lyftidufti fyrir hver 150 gr af hveiti, blanda vel saman og þá er þetta komið.
Ég setti 2 1/2 sléttfullar tsk í 250 gr af hveiti og svona lítur bananabrauðið út.
Aðferð:
Uppskrift: Jamie Oliver