Staðirnir sem eru jafn óhreinir og klósettið

Baðrými löðra af bakteríum.
Baðrými löðra af bakteríum. mbl.is/Forbes.com

Þegar þú hugsar um bakteríurnar sem finnast á klósettinu og hversu ógirnilegt það hlýtur að vera - þá skaltu hugsa þig tvisvar um, því það eru aðrir staðir á heimilinu sem eru alveg jafn skítugur og verri ef eitthvað er. 

Skrifborð
Margir gleyma hreinlega að þurrka af skrifborðinu sínu og þá eru góð ráð dýr. Því bakteríur safnast auðveldlega þar fyrir, enda er borðið oft á tíðum notað við tölvuvinnu nú eða til að neyta matar og drykkjar.  

Gólfteppi
Teppi geta verið mjúk og góð en eru líka frábær felustaður fyrir óhreinindi. Sagt er að teppi geti borið 4000 fleiri bakteríur með sér en klósettsetan, ef þú ryksugar og þrífur teppið ekki reglulega. 

Taska
Töskur geyma ekki bara veski, lykla og síma - því það er hér sem bakteríurnar fara á stjá. Og þá er handfangið á töskunni ein mesta bakteríubomba sem fyrirfinnst. 

Seðlar 
Það er gaman að handfjatla peningaseðla, en síður skemmtilegt að vita til þess að peningaseðlar geyma fleiri þúsund baktería á sér. Það er engin leið að þrífa seðlana sérstaklega, en við getum þvegið á okkur hendurnar eftir búðarferðir. 

Síminn
Það ætti ekki að koma neinum á óvart að síminn er uppfullur af bakteríum og við erum nánast alltaf með hann í höndunum. Hvort sem við erum í bílnum, að sýsla í eldhúsinu eða á salerninu (við höfum öll tekið símann með okkur inn á bað - það er staðreynd), þá geymir hann ótal baktería. Mælst er með að þrífa símann daglega með 70% alkahóli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert