Hér erum við með eina geggjaða frá sjálfri Chrissy Teigen en hér er ferðinni súpa sem er grísk í grunninn og þið eiginlega verðið að smakka hana!
Kjúklingasúpan sem á eftir að breyta lífi þínu
Kjúklingur: Setjið hvítlauk, 1 msk. af ólífuolíu, salt og pipar í litla skál og nuddið yfir kjúklinginn. Hitið afganginn af ólífuolíunni á stórri pönnu á miðlungsháum hita. Steikið kjúklinginn uns gullinbrúnn eða í 5 mínútur eða svo.
Lækkið hitann og bætið varlega við ¼ bolla af kjúklingasoði, setjið lokið yfir pönnuna og eldið í 5 mínútur til viðbótar. Takið lokið af, snúið kjúklingnum og setjið ¼ af kjúklingasoði saman við, setjið lokið aftur á og eldið uns kjúklingurinn er fulleldaður.
Takið af eldavélinni, takið lokið af pönnunni og leyfið kjúklingnum að kólna aðeins. Rífið bringurnar því næst niður með tveimur göfflum og látið liggja í safanum á pönnunni. Setjið lokið yfir til að halda hitanum.
Súpa: Hitið ólífuolíu á miðlungslágum hita í stórum steypujárnspotti. Bætið lauk og sellerí saman við og eldið. Hrærið af og til í þar til laukurinn er orðinn mjúkur og gylltur, eða í 9-10 mínútur. Bætið þá hvítlauk við, hrærið og látið malla í mínútu.
Bætið því næst kjuklingasoðinu og saltinu. Látið suðuna koma upp á miðlungsháumm hita. Bætið næst hrísgrjónum saman við og látið suðuna koma upp. Lækkið þá undir pottinum og látið sjóða uns hrísgrjónin eru soðin eða í um 20 mínútur.
Meðan hrísbrjónin eldast skuluð þið píska saman egg og sítrónusafa.
Blandið hægt og rólega tveimur bollum af súpunni úr pottinum saman við eggin og sítrónusafann og pískið stanslaust á meðan til að koma í veg fyrir að eggin hlaupi. Þegar eggin og soðið er fullblandað má hella blöndunni út í súpupottinn. Næst skal bæta kjúlingunum við og hræra í. Eldið þannig í tvær mínútur. Takið af hellunni, bætið við óreganó og kryddið til með salti. Skreytið með ferskum pipar og dilli.