Stökk smjördeigspítsa sem slær í gegn

Smjördeigspítsa er afskaplega ljúffeng.
Smjördeigspítsa er afskaplega ljúffeng. mbl.is/Mutti

Það er tilvalið að brjóta upp stemninguna þessa dagana og prófa þessa girnilegu smjördeigspítsu sem allir í fjölskyldunni munu elska - og þá ekki síst krakkarnir. 

Stökk smjördeigspítsa sem slær í gegn

  • Smjördeig
  • Pítsusósa af betri gerðinni
  • Rifinn cheddar ostur
  • Rifinn mozzarella ostur
  • Laukur, sneiddur
  • Hvítlaukur, raspaður eða smátt skorinn
  • Parmaskinka
  • Fersk basilika

Aðferð:

  1. Fletjið smjördeigið út og dreifið jöfnu lagi af pastasósunni yfir á annan helminginn. 
  2. Stráið cheddar, mozzarella, lauk, hvítlauk, parmaskinku og ferskri basiliku yfir. 
  3. Brjótið deigið saman og lokið endunum vel svo það haldist þétt við bakstur. 
  4. Penslið pítsuna með eggi og bakið í ofni við 180 gráður í 20 mínútur. 
  5. Berið pítsuna fram með fersku salati. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert