Verðlauna bestu barina

Barþjónarnir á Jungle gáfu tóninn þegar tilnefningar til Bartender Choice …
Barþjónarnir á Jungle gáfu tóninn þegar tilnefningar til Bartender Choice Awards voru kynntar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það var mikið fjör á barn­um Jungle í Aust­ur­stræti á dög­un­um þegar til­nefn­ing­ar til Bart­end­er Choice Aw­ards voru kynnt­ar. Um er að ræða nor­ræna barþjóna­keppni sem hef­ur verið hald­in frá 2010 en þetta er í fjórða skiptið sem Ísland er með. Stór dóm­nefnd veit­inga­manna í hverju landi til­nefn­ir þá sem þykja hafa skarað fram úr í veit­inga­brans­an­um á síðasta ári og þykir mik­ill heiður að hljóta til­nefn­ingu. Sig­ur­veg­ar­ar verða svo kynnt­ir á miklu gala­kvöldi í Kaup­manna­höfn hinn 12. mars.

Þeir Jón­as Heiðarr, Leo Snæ­feld Páls­son og Teit­ur Ridderm­an Schiöth eru til­nefnd­ir sem besti barþjónn­inn. Jungle, Kokteil­bar­inn og Múla­berg Bistro & Bar munu keppa um hver er besti kokteil­bar­inn og Brút, Mon­keys og Sumac um hver er besti veit­ingastaður­inn.

Besta and­rúms­loftið þykir vera á Jungle, Kalda bar og á Kokteil­barn­um en Jungle, Kokteil­bar­inn og Sumac þykja bjóða upp á besta kokteil­seðil­inn. Þrír staðir keppa um að vera besti nýi kokteil­bar­inn; Bingo, Drykk og Tres Locos. 

Þá eru þrír drykk­ir til­nefnd­ir í flokkn­um signature-drykk­ir. Þeir eru Nort­hern Lig­hts frá Þak­barn­um á Reykja­vík Ed­iti­on, Dil­lag­in frá Apó­tek­inu og Funiks frá Sumac.

Frétt­in birt­ist fyrst í Morg­un­blaðinu 14. janú­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert