Verðlauna bestu barina

Barþjónarnir á Jungle gáfu tóninn þegar tilnefningar til Bartender Choice …
Barþjónarnir á Jungle gáfu tóninn þegar tilnefningar til Bartender Choice Awards voru kynntar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það var mikið fjör á barnum Jungle í Austurstræti á dögunum þegar tilnefningar til Bartender Choice Awards voru kynntar. Um er að ræða norræna barþjónakeppni sem hefur verið haldin frá 2010 en þetta er í fjórða skiptið sem Ísland er með. Stór dómnefnd veitingamanna í hverju landi tilnefnir þá sem þykja hafa skarað fram úr í veitingabransanum á síðasta ári og þykir mikill heiður að hljóta tilnefningu. Sigurvegarar verða svo kynntir á miklu galakvöldi í Kaupmannahöfn hinn 12. mars.

Þeir Jónas Heiðarr, Leo Snæfeld Pálsson og Teitur Ridderman Schiöth eru tilnefndir sem besti barþjónninn. Jungle, Kokteilbarinn og Múlaberg Bistro & Bar munu keppa um hver er besti kokteilbarinn og Brút, Monkeys og Sumac um hver er besti veitingastaðurinn.

Besta andrúmsloftið þykir vera á Jungle, Kalda bar og á Kokteilbarnum en Jungle, Kokteilbarinn og Sumac þykja bjóða upp á besta kokteilseðilinn. Þrír staðir keppa um að vera besti nýi kokteilbarinn; Bingo, Drykk og Tres Locos. 

Þá eru þrír drykkir tilnefndir í flokknum signature-drykkir. Þeir eru Northern Lights frá Þakbarnum á Reykjavík Edition, Dillagin frá Apótekinu og Funiks frá Sumac.

Fréttin birtist fyrst í Morgunblaðinu 14. janúar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert