Ný bragðtegund af Hleðslu komin á markað

Það þekkja flestir Íslendingar íþróttadrykkinn Hleðslu enda hefur hann notið mikilla vinsælda frá því hann kom fyrst á markað fyrir rúmum áratug.

Nú geta aðdáendur Hleðslunnar glaðst því komin er á markað ný bragðtegund.

Hleðsla með karamellubragði er nýjasta viðbótin í Hleðslufjölskyldunni og er einstaklega gaman að segja frá því að íslenskt íþróttafólk tók þátt í valinu á nýju bragðtegundinni. „Fjölmargir neytendur hafa haft samband við MS síðustu misseri og óskað eftir nýrri bragðtegund og er því einkar ánægjulegt að geta svarað kallinu núna í upphafi nýs árs og boðið viðskiptavinum okkar meira val með nýju karamellu Hleðslunni,“ segir Halldóra Arnardóttir, markaðsstjóri MS.

„Nýja Hleðslan er bragðgóð og rík af næringarefnum. Hún er jafnframt laktósalaus og inniheldur ein ferna 22 g af hágæða próteinum úr íslenskri mjólk,“ segir Halldóra og bætir við. „Við gerðum fjölmargar prufur með bragðtegundir og þar sem við leggjum mikinn metnað í að hlusta á raddir viðskiptavina fengum við til okkar hóp af íþróttafólki og þjálfurum til að aðstoða okkur við valið. Karamellubragðið var langvinsælast í hópnum og loksins, loksins er biðin á enda og nýja Hleðslan á leið í verslanir á næstu dögum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka