„Við höfum fengið mjög góðar móttökur og erum alltaf að heyra skemmtilega hluti frá viðskiptavinunum,“ segir Jökull Ágúst Jónsson, einn eigenda Nýju sjoppunnar sem opnuð var í síðasta mánuði í Flatahrauni 21 í Hafnarfirði.
Sjoppumenning hefur svo sannarlega verið á undanhaldi hér á landi síðustu ár og aðeins örfáar sjoppur af gamla skólanum enn starfandi. Það eru því nokkur tíðindi að Jökull, ásamt félögum sínum Snorra Guðmundssyni og Sindra Þór Jónssyni, skuli sjá tækifæri í slíkum rekstri. „Það var partur af djóknum hjá okkur. Hvað er langt síðan það opnaði síðast glæný sjoppa? Þetta er bara stemning,“ segir hann í léttum dúr.
Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.