Hér gefur að líta heimsklassa mozzarella-stangir sem smellpassa í veisluna.
Sósa
Aðferð:
1. Setjið rjómaost, kjúkling, mozzarella, parmesan, hvítlauk, salt og pipar í skál og blandið vel saman.
2. Hellið blöndunni í pappírsklætt ferkantað form. Dreifið vel úr og þjappið blöndunni ofan í formið, þannig að hún verði jafnþykk alls staðar og ekki meira en 3 cm á hæð. Hér er lykilatriði að hafa í huga að þykktin á blöndunni í forminu er þykktin á stöngunum.
3. Setjið formið í frysti í að minnsta kosti fimm klukkustundir.
4. Takið formið úr frystinum og skerið í um það bil 10-12 cm langa bita.
5. Hrærið saman egg í skál.
6. Setjið brauðrasp og salt saman í aðra skál.
7. Setjið hveiti í þriðju skálina.
8. Byrjið á því að húða bitana upp úr hveiti, veltið svo upp úr eggi og svo brauðraspi. Síðan aftur í eggin og í annað sinn í brauðraspið. Endurtakið þessi skref fyrir alla bitana.
9. Hitið olíuna og djúpsteikið þar til bitarnir eru gullinbrúnir.
Sósan:
1. Blandið öllum hráefnum saman í skál og hrærið.
2. Geymið sósuna í kæli í um það bil tvær klukkustundir áður en þið berið hana fram með stökku kjúklingaostabitunum.