Heitt súkkulaði með Stroh og karamellusósu

Drykkurinn sem við ætlum okkur um helgina.
Drykkurinn sem við ætlum okkur um helgina. mbl.is/Snorri Guðmundsson

Þetta er drykk­ur­inn sem við vilj­um ylja okk­ur á um helg­ina - svona rétt til að gleyma öll­um  veðurviðvör­un­um sem herja á landið. Heitt súkkulaði með Stroh og kara­mellusósu og rjóma - í boði Snorra hjá Mat­ur og mynd­ir.

Heitt súkkulaði með Stroh og karamellusósu

Vista Prenta

Heitt súkkulaði með Stroh og kara­mellusósu (fyr­ir 3-4)

  • 60-100 ml Stroh 60
  • 500 ml mjólk
  • 0,5 tsk. vanillu­drop­ar
  • 1 kanil­stöng
  • 150 g súkkulaði 56%
  • 1 msk. kakó­duft
  • 2 msk. hlyns­íróp
  • 60 ml kara­mellusósa (ég notaði Smuckers)
  • 150 ml rjómi

Aðferð:

  1. Setjið mjólk, vanillu­dropa og kanil­stöng í pott og stillið á miðlungs­hita. Hitið mjólk­ina þar til hún nálg­ast suðumark.
  2. Saxið súkkulaðið (geymið svo­lítið til skrauts). Lækkið hit­ann ögn og bætið súkkulaði út í pott­inn ásamt kakó­dufti og hlyns­írópi. Hrærið þar til allt hef­ur sam­lag­ast.
  3. Takið af hit­an­um, fjar­lægið kanil­stöng­ina og hrærið Stroh sam­an við. Smakkið til með meira Stroh ef vill.
  4. Léttþeytið rjómann. Skiptið heitu kakói á milli glasa, setjið þeytt­an rjóma og kara­mellusósu ofan á og rífið súkkulaði yfir.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert