Fræga fólkið elskar líka hversdagslegan subbumat eins og sjá má í þessu myndbandi frá Vanity Fair þar sem Selena Gomez galdrar fram sínar uppáhalds partýveitingar.
Rétturinn er einfaldur en Gomez fullyrðir að hann slái alltaf í gegn – þó hann sé frekar ólystugur.
Við erum að tala um Ritz-kex, ost í brúsa og pepperóní. Úr þessu er búin til Ritz-loka og sett í ofn uns osturinn er bráðnaður.
Meðfylgjandi myndband segir meira en mörg orð...