Svona færðu greinarnar til að blómstra

Þetta er tíminn til að klippa greinar og setja í …
Þetta er tíminn til að klippa greinar og setja í vasa - þá springa þær fallega út um páskana. mbl.is/Getty Images

Vorið mætir okkur fagnandi! Við setjum greinar í vasa og bíðum eftir að þær springi út og blómstri sem er gerist þó ekki alltaf eftir bókinni. En það má ‘þvinga’ greinar til að blómstra með nokkrum einföldum skrefum.

Það er kjörið tækifæri að grípa klippurnar með í næsta göngutúr og velja sér nokkrar greinar til að taka með heim í vasa. Veljið greinar sem eru með sýnilegum hnöppum - stærri hnappar gefa til kynna að blóm, á meðan minni hnappar springa oftar út sem lauf.

Svona færðu greinar til að blómstra

  • Fjarlægðu blóm og lauf á neðri hluta greinanna, þar sem þú stingur þeim í vatn. Þannig kemur þú í veg fyrir að vatnið verði fyrr gruggugt og að greinarnar rotni.
  • Skerið skáhalt yfir 2-3 cm, neðst á greinunum til að þær geti auðveldlega drukkið í sig vatnið.
  • Notaðu hamar eða annað áhald til að merja endana, þá drekka greinarnar vatnið enn betur í sig.
  • Settu greinarnar í volgt vatn og láttu standa í björtu rými í sólarhring. Því meiri birta, því betur blómstra greinarnar
  • Eftir fyrsta sólarhringinn, skerið þá aftur skáhalt yfir neðsta hlutann og fjarlægið það mesta af berkinum neðstu tvo sentimetrana. Setjið greinarnar í kalt vatn. Og eftir 2-5 vikur, þá ættu greinarnar þínar að byrja að blómstra.
mbl.is/Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert