Það fyrsta sem við gerum er niðurfallið í vaskinum er stíflað, er að skottast út í búð og kaupa hreinsi. Á meðan við eigum í raun að halda okkur frá slíku efni, þar sem það getur búið til stærri vandamál ef eitthvað er.
Búðarkeyptur hreinsir fyrir niðurfallið er bæði slæmur fyrir umhverfið, niðurfallið og þig. Í flestum tilfellum notum við hreinsinn því fita, hár eða matarleyfar hafa safnast saman og stíflað allt. Reynslan er þó sú að fólk á það til að skola ekki nægilega vel eftir að hreinsa niðurfallið svo að efnið stífnar - og allt í einu verður vandamálið ennþá stærra.
Hvað er til ráða?