Nýir aðilar taka við veitingastað Bjórbaðanna

Skrifað undir nýjan rekstrarsamning fyrir veitingastaðinn í Bjórböðunum á Dalvík.
Skrifað undir nýjan rekstrarsamning fyrir veitingastaðinn í Bjórböðunum á Dalvík. Skjáskot/Facebook

Um mánaðar­mót­in taka nýir rekst­araðilar við veit­ingastað Bjórbaðanna á Dal­vík. Þetta kem­ur fram á Fce­book-síðu Bjórbaðanna.

„Við höf­um aldrei verið mikið veit­inga­fólk, við fjöl­skyld­an,“ seg­ir Sig­urður Bragi Ólafs­son brugg­meist­ari í sam­tali við mbl.is. „Við vild­um í raun­inni fá ein­hvern reynd­an veit­inga­mann.“

„Núna lang­ar okk­ur að geta fókuserað enn þá meira á bjór­böðin og erum með ein­hverj­ar framtíðaráætlan­ir. Von­andi í framtíðinni ein­hverj­ar stækk­an­ir á bjór­böðunum. Við vilj­um bara sinna því sem er okk­ar sérstaða og það er bjór­inn og bjór­böðin. Svo opnuðum við auðvitað líka hót­el þarna í fyrra – Hót­el Kaldi,“ seg­ir Sig­urður.

Draum­ur að vinna meira með bjórtengda mat­ar­gerð

Það eru þeir Vik­ar Mar Vals­son og Nik Peros sem taka við rekstr­in­um, en þeir reka einnig veit­ing­arstaðinn Eyri á Hjalteyri.

„Ég er bú­inn a setja mér draum um að vinna meira með bjórtengda mat­ar­gerð,“ seg­ir Vik­ar Mar í sam­tali við mbl.is. Bæt­ir hann við að starf­semi veit­ingastaðar­ins muni byggja á þeim grunni sem fyrri rek­end­ur hafa lagt.

Að sögn Vik­ars verður flestu haldið óbreyttu fyrstu mánuðina„Þetta verður lík­leg­ast í mjög svipuðu sniði fyrstu mánuðina,“ seg­ir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert