Sumac valinn besti veitingastaðurinn

Þráinn Freyr Vigfússon er maðurinn á bakvið Sumac.
Þráinn Freyr Vigfússon er maðurinn á bakvið Sumac. mbl.is/Kristinn Magnússon

Veit­ingastaður­inn Sumac sópaði að sér verðlaun­um á barþjóna­keppn­inni Bart­end­ers Choice Aw­ards sem hald­in var í 13. sinn í Kaup­manna­höfn um helg­ina.

Sumac var val­inn besti veit­ingastaður­inn á Íslandi og þótti jafn­framt bjóða upp á besta kokteila­seðil­inn hér á landi. Jafn­framt var Leó Snæ­feld Páls­son val­inn besti barþjónn­inn og Funiks þótti besti „signature“-kokteil­inn.

Þetta er í fjórða skipti sem Ísland tek­ur þátt í þess­ari virtu nor­rænu barþjóna­keppni. Stór dóm­nefnd veit­inga­manna í hverju landi til­nefn­ir þá sem þykja hafa skarað fram úr í veit­inga­brans­an­um á síðasta ári og þykir mik­ill heiður að hljóta til­nefn­ingu, hvað þá verðlaun­in sjálf.

Jungle var val­inn besti kokteil­bar­inn hér á landi og besti nýi kokteil­bar­inn var val­inn Bingo. Besta and­rúms­loftið er á Kalda bar og Múla­berg bistro & bar fékk verðlaun í flokkn­um val fólks­ins. Þá var Ivan Svan­ur Cor­vasce verðlaunaður fyr­ir störf sín í veit­inga­geir­an­um.

Af verðlaun­um í öðrum lönd­um má geta þess að besti veit­ingastaður­inn í Dan­mörku þykir vera Gold­finch, í Finn­landi er það Ye­astie Boi, í Nor­egi er það Katla og í Svíþjóð þykir Ani­mo bera af. Hægt er að sjá öll úr­slit á heimasíðu keppn­inn­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert