Lambalæri með bestu sósunni

Ljósmynd/Íslenskt lambakjöt

Hér gef­ur að líta eina af þess­um keppn­is­upp­skrift­um sem eru samt svo ein­fald­ar. Flest vilj­um við ekki bregða mikið út af van­an­um en stund­um má stíga nokk­ur hænu­skref til hliðar og bæta við spenn­andi græn­meti í steikarpott­inn eða kryddi. Ekki spill­ir sós­an fyr­ir en hér er á ferðinni ekta bernaise-sósa sem er í upp­á­haldi hjá ansi mörg­um.

Lambalæri með bestu sósunni

Vista Prenta

Steikt lamba­læri

  • 1 úr­beinað lamba­læri (um 1,5 kg)
  • 3 msk. olía
  • 1 msk. óreg­anó
  • 5 timían­grein­ar
  • 2 tsk. salt
  • 1½ tsk. pip­ar
  • 1 búnt vor­lauk­ur

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 200°C og nuddið olíu á lærið, stráið óreg­anó og timí­an ofan á og kryddið með salti og pip­ar. Setjið lærið í ofnskúffu ásamt vor­lauk­un­um og eldið í 40-50 mín. eft­ir því hversu stórt lærið er og hversu vel þið viljið hafa það steikt. Látið hvíla í að minnsta kosti 15 mín. áður en borið fram.
  2. Berið fram með meðlæti að eig­in vali og heima­gerðri bé­arnaisesósu.

Bé­arnaisesósa

  • 500 g smjör
  • 5 eggj­ar­auður
  • 1 msk. vatn
  • 2 msk. bé­arnaise essence
  • 1 tsk. þurrkað estragon eða 2-3 ferskt
  • salt og nýmul­inn pip­ar

Aðferð:

  1. Bræðið smjörið á meðal­hita, látið kólna ögn, æski­leg­ur hiti um 65°C
  2. Setjið vatn í pott og hitið að suðu, lækkið hit­ann. Setjið eggj­ar­auður, bé­arnaise essence og vatn í skál sem pass­ar á pott­inn. Þeytið viðstöðulaust yfir heitu vatnsbaðinu þar til rauðurn­ar þykkna og bland­an er loft­kennd og létt í sér. At­hugið að hér er auðvelt að fara fram úr sér og elda rauðurn­ar of hratt!
  3. Takið skál­ina frek­ar af hit­an­um nokkr­um sinn­um og hægið á ferl­inu sem má taka nokkr­ar mín­út­ur. Takið af hit­an­um þegar réttri áferð er náð og þeytið smjör­inu í smá­um skömmt­um sam­an við eggj­ar­auðurn­ar.
  4. Bætið estragon við og smakkið til með salti, pip­ar og mögu­lega ögn af bé­arnaise essence. Geymið á heit­um stað (jafn­vel í hita­brúsa) þar til sós­an er bor­in fram. thora@mbl.is
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert