Flest okkar vitum að það á helst ekki að þvo dökkar eða svartar gallabuxur of oft - því liturinn fölnar ansi fljótt. Þegar hjá því verður ekki komist að þvo þær er ekki úr vegi að fylgja þessum leiðbeiningum.
- Byrjið á því að snúa buxunum á rönguna.
- Hellið 1/2 bolla af ediki í hólfið þar sem mýkingarefnið á að fara.
- Setjið 1 tsk. af salti inn í tromluna með buxunum.
- Þvoið buxurnar samkvæmt leiðbeiningum varðandi hita og eingöngu með öðrum dökkum fatnaði.