„Við stöndum með borgaranum og verðinu. Ég veit að margir eiga eftir að fussa og sveia en við erum ekki N1 í Hrútafirði,“ segir Jón Mýrdal, veitingamaður á Kastrup við Hverfisgötu.
Jón og félagar hans bættu hamborgara á matseðil staðarins fyrir um tíu dögum og hefur sú viðbót vakið nokkra athygli. Bæði þykir borgarinn afar vel heppnaður en verðið hefur sömuleiðis vakið umtal. Hann kostar 5.890 krónur og er langdýrasti hamborgari landsins.
Í úttekt Morgunblaðsins á verði á nokkrum veitingastöðum í febrúar kostaði dýrasti hamborgarinn um 3.500 krónur. Jón, sem hefur einmitt hvatt veitingamenn til að vera óhræddir við að hækka verð á stöðum sínum til að mæta auknum kostnaði, er hvergi banginn og segir borgarann hafa rokselst.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.