Einfaldar leiðir til að spara í búðinni

Þessi kona er með hlutina á hreinu er hún fer …
Þessi kona er með hlutina á hreinu er hún fer út að versla. mbl.is/

Matur hefur hækkað! Hér erum við ekkert að fara með stórfréttir hvað það varðar, en við getum reynt að rýna betur í matarkörfuna og sparað aurinn á ýmsum stöðum ef við viljum. Það eru leiðir til að minnka kostnaðinn og eitt af þeim er að láta ekki freistast er við rennum framhjá kökum og öðrum sætindum í búðinni - en þó fyrst og fremst að fara ekki á fastandi maga í búðina.

Keyptu grænmeti í lausu
Best er að kaupa grænmeti í lausu, en ekki það sem eru pakkað mörg inn saman. Þú einungis það magn sem þig vantar hverju sinni og endar ekki með að láta restina skemmast inn í ísskáp.

Sleppa kjötinu?
Prófaðu þig áfram með uppskriftir sem innihalda ódýrara kjötmeti. Eða slepptu kjötinu einhverja daga í viku - það mun koma þér á óvart hversu mikið matarkarfan á eftir að lækka.

Franskar kartöflur
Ein hugmynd er að útbúa sjálfur sínar frönsku kartöflur með því að skera venjulegar kartöflur niður í strimla og baka í ofni - og með þeim söltum og kryddum sem hugurinn girnist.

Merkjavörur
Það eru merkjavörur í mat eins og öllu öðru. Þá er gott að hafa í huga að við þurfum ekki að kaupa dýrustu vörurnar hverju sinni, það má spara með því að kaupa sömu vöru frá öðrum framleiðanda og er ekkert síðri í hversdagsmatinn.

Hrísgrjónapoki
Keyptu stóra poka af hrísgrjónum frekar en litla, það er ódýrara þegar uppi er staðið þar sem hrísgrjón geymast svo til að „eilífu”.

Frosin ber
Frosin ber eru ekkert verri en fersk ef þú ert til dæmis að fara nota þau í smoothie - þá eru frosnu berin betri ef eitthvað er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka