Vindbelgur vinsæll

Ásdís Erla Jóhannesdóttir og Yngvi Ragnar Kristjánsson.
Ásdís Erla Jóhannesdóttir og Yngvi Ragnar Kristjánsson. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

„Bjórinn bragðast vel og umsögn gesta er hin besta,“ segir Yngvi Ragnar Kristjánsson á Skútustöðum í Mývatnssveit. Þar á bæ starfrækja Yngvi og Ásdís Erla Jóhannesdóttir kona hans Sel-hótel Mývatn; fjölskyldufyrirtæki sem orðið er 50 ára gamalt. Á hótelinu eru 54 herbergi og veitingasalirnir eru stórir. Þá er á staðnum lítil ferðamannaverslun og undir sama þaki er brugghúsið góða.

Tilraunir með bjórgerð á Skútustöðum hófust í fyrra. Tæki voru sett upp og tilraunin í lögun tekin. Á vordögum var komið á kút. Bjórtegundirnar sem framleiddar eru undir merkinu Mývatn öl eru tvær og nöfn þeirra vísa til staðhátta við Mývatn; Skúti og Vindbelgur.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert